Staðurinn

Stadurinn


Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

N1- mótið 2020 Tjaldsvæði á Akureyri 1. - 4. júlí

Við bjóðum gesti velkomna á tjaldsvæðin á Akureyri í sambandi við N1 mótið. Tjaldsvæðin á Akureyri eru tvö. Annað við Þórunnarstræti og hitt að Hömrum við Kjarnaskóg.

Um leið og við biðjumst velvirðingar á töfum á upplýsingum varðandi fyrirkomulagið á tjaldsvæðunum á Akureyri um N1-mótið viljum við taka fram að það stafar af óvissu og ýmsum ráðstöfunum tengdum viðbrögðum vegna Covid-19 og leiðbeiningum embættis landlæknis um starfsemi tjaldsvæða. Þetta snýr að fjölda gesta í sóttvarnarhólfi, nálgunarmörk o.fl.

Helstu breytingar frá fyrri árum verða þær að tjaldgestir verða að virða 4 metra fjarlægðarmörk á milli gistieininga nema þegar um fjölskyldur eða hópa með miklu samneyti á milli einstaklinga og takmarka samneyti við tjaldgesti í öðrum sóttvarnarhólfum.

Tjaldgestir verða að virða 2ja metra nálgunarmörk á milli einstaklinga eins og kostur er.

Takmarka þarf samneyti aðskildra ferðahópða eins og kostur er.

Ekki verða merkt svæði fyrir félög á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og stranglega er bannað að tjaldgestir sem koma fyrr á svæði helgi sér svæði fyrir þá sem seinna koma.

Á Hömrum verða merkt svæði fyrir þau félög sem þess óska fyrir 28. Júní.

Þessi svæðaskipting er þó eingöngu til viðmiðunar og þæginda fyrir tjaldgestina en ekki hægt að líta á skiptinguna þannig að viðkomandi blettur sé frátekinn fyrir ákveðið félag. Við getum ekki vísað tjaldsgestum frá sem þegar eru á svæðinu hyggjast dvelja hjá okkur um lengri tíma vegna einhverra sem hugsanlega eiga eftir koma síðar. Við getum ekki ábyrgst að allir nái að halda hópinn.

Sama regla á við á Hömrum og á Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti að stranglega er bannað að tjaldgestir sem koma fyrr á svæðið helgi sér svæði fyrir þá sem seinna koma. Sama á við aðgengi að rafmagnstenglum.

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er lítið og tekur mjög takmarkaðan fjölda tjaldgesta. Þar er einnig mun takmarkaðra aðgengi að rafmagni en á Hömrum. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti skulu bílar vera á bílastæðum utan svæðis. Tjaldsvæðið að Hömrum er risastórt og getur tekið á móti mjög mörgum gestum og þar eru yfir 200 tenglar til rafmagnstenginga.

Við gerum okkar besta til að skipuleggja móttöku tjaldgesta þannig að sem flestir fái þá þjónustu sem þeir óska eftir. Mikil ásókn hefur verið í það að láta merkja svæði fyrir ákveðin félög. hópa á báðum tjaldsvæðum. Það hefur komið fyrir á undanförnum árum að við höfum merkt félögum svæði fyrir ákveðinn fjölda gistieininga en síðan hafa mikklu færri mætt. Það er mikilvægt að félögin reyni að áætla fjölda gistieininga eins nákvæmlega og hægt er.

Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að félög hafi boðað til grillveislna inni á tjaldsvæðinu að Hömrum. Þetta hefur orsakað mikinn óþarfa akstur um svæðið og valdið tjaldgestum hættu og ónæði.

Af þessum sökum og með hliðsjón af Covid-19 viðmiðum hefur verið ákveðið að heimila ekki slíkar samkomur inni á svæðinu.

Gistigjöld á báðum tjaldsvæðunum er kr. 1.700,- pr. nótt fyrir 18 ára og eldri.

Á Hömrum er veittur afsláttur ef greitt er fyrir fleiri nætur í einu við komu. Fyrsta nóttin er á kr. 1.700,- og aðrar nætur á 1.500. Ath. Þetta á eingöngu við ef greitt er fyrir allar næturnar í einu.

Aðgangur að rafmagni kostar kr. 1.050 pr. sólarhring. Mjög takamarkaður aðgangur að rafmagni á Þórunnarstrætinu en betri möguleikar að Hömrum.

Þvottur kostar kr. 500. þvottaefni kr. 100 og þurrkari kr. 500. pr. skipti. Aðgangur að sturtum kostar 400 kr á Þórunnarstrætinu en er inni í gistigjaldinu að Hömrum.

Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:

  1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verði önnur.

  2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.

  3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.

  4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.

  5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.                                   

  6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.

  7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.

  8. Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta.

  9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.

  10.  Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri af tjaldsvæðinu.

Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.

GSM 843-0002  email tryggvi@hamrar.is  www.hamrar.is

Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opnar 15. maí

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni


Þórunnarstræti:

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti opnar 15. júní

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni

Verð


Venjulegt verð

Fullorðnir 1.700.- kr. nóttin

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa

Afsláttur fyrir öryrkja og lífeyrisþega, gjaldið er 1400. -kr nótin. Gildir á Hömrum en ekki á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti

Rafmagn 1050.- kr. nóttin

Gistináttaskattur er 300 kr. + vsk. eða samtals 333 kr. per. gistieiningu (tjald,vagn,gistibíll) pr. nótt