Staðurinn

Stadurinn


Hamrar, útilífsmiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Verslunnarmannahelgin 2023

Þessa daganna stendur undirbúningur undir verslunarmannahelgina sem hæst á tjaldsvæðunum á Akureyri. Að mörgu þarf að huga svo alt gangi eins vel og hægt er miðað við þessa miklu ferðahelgi. Við leggjum áherslu á að tjaldsvæðið að Hömrum við Kjarnaskóg er fyrst og fremst hugsað sem fjölskyldutjaldsvæði. Gistigjaldið að Hömrum er kr 2.100 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn að 18 ára aldri í fylgd með forráðamanni.

Aðgangur að rafmagni er takmarkaður og aðeins seldur fyrir jafn margar nætur og greitt er fyrir við komu og kostar kr 1.300 pr nótt

Sérstök aðgangsarmbönd verða notuð um verslunarmannahelgina sem allir verða að bera.

Ævintýraland

Frá miðvikudegi til hádegis á sunnudegi verður opið í ævintýraland að Hömrum. Þar er að finna hjólabíla, rafmagnsbíla, hjólabáta og minigolf. Opnunartímar ævintýralandinu er milli kl 10:00-12:00, 12:45-13:00, 16:00-17:45 og 18:00-21:00. Aðgangsmiðar ævintýralandið eru sendir við bátatjörnina og hjá tjaldvörðum. Stakur mið kostar 500 og 5 skipta miðar kosta 2.000 krónur. Hugsanlegt er að ekki sé hægt að halda öllum leiktækjum opnum ef veður er leiðinlegt. Að auki eru á svæðinu ýmis leiktæki, boltavellir, risafótboltaspil og 18 holu folfvöllur sem við hvetjum gesti til að nota. 

Athygli er vakin á að það er 18 ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum nema í fylgd með forráðamanni. Gistigjald er kr 2.100 pr mann pr nótt.

ALDURSTAKMARK OG SKILRÍKI

Tjaldsvæðið er opið öllum sem náð hafa 18 ára aldri. Miðað er við fæðingardag og framvísa verður gildum skilríkjum.  Yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Ekki eru veittar undanþágur frá þessu þó aðrir en forráðamenn bjóðist til að taka ábyrgð á viðkomandi.

ALLIR MEÐ ARMBÖND

Allir verða að bera aðgangsarmbönd um úlnliðinn. Þeim sem ekki hafa armbönd er óheimill aðgangur að tjaldsvæðinu.  Munið einnig að geyma kvittanir, ný armbönd eru ekki afhend nema því gamla sé skilað og gegn framvísun kvittunar.


Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:

1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldursta kmörk verði önnur. 

2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld. 

3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.

4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru. 

5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.

6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu. 

7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu. 

8. Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta .

9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins. 

10. Brot á umgengnisreglum getur varða ð brottrekstri af tjaldsvæðinu. Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.

Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opið allt árið

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni

Staðsetning: Google maps


Hér er hægt að bóka dvöl á tjaldsvæðinu. Athugið að ekki er verið að bóka ákveðið stæði heldur bara að bóka og greiða fyrir dvölina. Stæðið er valið við komu. Við komu þarf að hafa samband við tjaldvörð, innrita sig og fá miða á gistieiningu og í bíl.

Bókaðu dvölina hér


Þórunnarstræti:

Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað


Verð


  

VERÐ 2023

Fullorðnir 2.100,- kr nóttin 

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa

Afsláttur fyrir öryrkja og lífeyrisþega, gjaldið er 1.800. -kr. nóttin. 

Rafmagn 1300.- kr. nóttin