Staðurinn

Stadurinn


Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Fjöldatakmarkanir á tjaldsvæðunum á Akureyri

 

Nú er staðan þannig á tjaldsvæðunum á Akureyri að einungis er hægt að taka á móti 400  gestum 16 ára og eldri á Hömrum og 100 á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti.

Undanfarnar nætur höfum við fyllt upp í þessar tölur. Væntanlegir gestir eru því beðnir að hafa samband við okkur símleiðis til að vita stöðuna ef ætlunin era ð koma til okkar.

Síminn á Hömrum er 4612264 eða 863-0725

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti  863-0726


Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:


18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni

Hækkað aldurstakmark um verslunarmannahelgi 2020, hækkað úr 18 ára í 20 ára


Þórunnarstræti:

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti opnar 15. júní

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni 

Hækkað aldurstakmark um verslunarmannahelgi 2020, hækkað úr 18 ára í 20 ára

Verð


Venjulegt verð

Hækkað aldurstakmark um verslunarmannahelgi 2020, hækkað úr 18 ára í 20 ára

Fullorðnir 1.700.- kr. nóttin

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa

Afsláttur fyrir öryrkja og lífeyrisþega, gjaldið er 1400. -kr nótin. Gildir á Hömrum en ekki á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti

Rafmagn 1050.- kr. nóttin