Velkomin á Hamrar - opið allt árið.

Stadurinn


Hamrar, útilífsmiðstöð skáta á Akureyri tók til starfa árið 2000 eftir nokkurra ára uppbyggingu. Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Hamrar eru landnámsjörð sem byggð var úr landnámi Helga Magra.

Aðalfundur Hamra Sunnudaginn 26. maí 2024

Image title

Aðalfundur Hamra verður haldinn sunnudaginn 26. maí kl 17.00. Dagskráin hefst með léttum veitingum og svo eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
Félagar í Skátafélaginu Klakki, foreldrar skáta og St. Georgsgildunum eru hvattir til að mæta. 

https://www.facebook.com/events/795591035969119/

Aðstaðan

Í boði á báðum tjaldsvæðum:
Salerni
Sturtur
Rafmagn
Þvottavél og þurrkari
Upplýsingar
Leiktæki

Einungis í boði á Hömrum:

Skiptiaðstaða
Bátaleiga
Netaðgangur
Svefnloft
Eldunaraðstaða
Gönguleiðir

Opnunartímar


Hamrar:

Opið allt árið

18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamanni

Staðsetning: Google maps


Hér er hægt að bóka dvöl á tjaldsvæðinu. Athugið að ekki er verið að bóka ákveðið stæði heldur bara að bóka og greiða fyrir dvölina. Stæðið er valið við komu. Við komu þarf að hafa samband við tjaldvörð, innrita sig og fá miða á gistieiningu og í bíl.

Bókaðu dvölina hér


Þórunnarstræti:

Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað


Verð


  

VERÐ 2024

Fullorðnir 2.350,- kr nóttin 

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára í fylgd með fjölskyldu, á ekki við um hópa

Afsláttur fyrir öryrkja og lífeyrisþega, gjaldið er 1.950. -kr. nóttin. 

Rafmagn 1.450.- kr. nóttin

Gistináttaskattur er 333 kr á tjald/bíl eða hýsi fyrir hverja nótt.