TJALDSVÆÐI VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI LOKAR

TJALDSVÆÐI VIÐ ÞÓRUNNARSTRÆTI LOKAR

Samkvæmt ákvörðun Akureyrarbæjar hefur Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti verið lokað. Svæðið hefur verið skipulagt upp á nýtt og er áformað að byggja á því á komandi árum. Fyrst í stað er reiknað með aðá norðurhluta þess rýsi ný heilsugæslustöð . 

Hamrar, útilífsmiðstöð skáta hefur frá árinu 1998 annast rekstur þessa tjaldsvæðis en árið 2000 var opnað tjaldsvæði að Hömrum sem hugsað var að gæti tekið við öllum tjaldgestum bæjarins þegar tjaldsvæðið við Þórunnarstæti yrði tekið undir annað. Nú rúmum 20 árum síðar hefur semsagt verið ákveðið að gera það og viljum við þakka okkar fjölmörgu gestum sem hafa davlið hjá okkur á þessum 24 sumrum frá því við tókum við rekstrinum kærlega fyrir komuna og dvölina. Við bjóðum ykkur öll velkomin á glæsilegt tjaldsvæði að Hömrum og vonumst til að sjá sem flesta þar. Á Hömrum er opið tjaldsvæði allt árið auk þess sem svæðið er mikið nýtt til útivistar og afþreyingar af bæði íbúum og gestum bæjarins 

Síminn þar er 461-2264.

                                                                                           LEIÐIN AÐ HÖMRUM


Leiðin frá Þórunnarstræti til Hamra


Um tjaldsvæðið að Þórunnarstræti

Tjaldsvæðið er staðsett við Þingvallastræti á milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar á svokölluðu Húsmæðraskólatúni. Þetta er aðeins hluti af upprunalegu tjaldsvæði  Akureyrarbæjar en áður var tjaldsvæðið beggja vegna Þórunnarstrætis. Stærsti hluti svæðisins var svo smátt og smátt tekinn undir byggingar íþróttamannvirkja bæði vegna Sundlaugar Akureyrar og Íþróttahallarinnar o.fl. Núverandi svæði er mjög lítið og annar ekki eftirspurn eftir tjaldsvæði. Vegna þessa hefur verið byggt upp fullkomið tjaldsvæði að Hömrum í 7 mín akstri frá miðbænum. Vegna smæðar svæðisins verður oft mjög þröngt á svæðinu og á álagstímum vill það fyllast. Eins er nokkur ófriður af umferð umhverfissvæðið. Akstur að afgreiðslu svæðisins er um bílastæðið frá Þingvallastræti.



Hamrar

Á Akureyri er annað fullkomið tjaldsvæði að Hömrum. Þar er öll aðstaða og þjónusta meiri en en hér á þessu tjaldsvæði. Leitið upplýsinga hjá tjaldverði. Leiðina að Hömrum má sjá á meðfylgjandi korti.


Opna í google maps